133. löggjafarþing — 20. fundur,  3. nóv. 2006.

málefni aldraðra.

190. mál
[15:41]
Hlusta

Kristján L. Möller (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Í mínu fyrra andsvari hér vildi ég spyrja ráðherrann út í þau hjúkrunarrými sem yfirlýsingin gerir ráð fyrir að eigi að skapa. Hún talar um 200 rými á höfuðborgarsvæðinu og svo eitthvað fleira og eitthvað af því yrði hér á höfuðborgarsvæðinu.

Við vitum það í dag að alls staðar á landinu er beðið um fleiri hjúkrunarrými og eru kröfur uppi um það og vöntun á þeim. Þess vegna langar mig að spyrja heilbrigðisráðherra: Hvað á að koma í hlut landsbyggðarinnar af þessu samkomulagi sem þarna var gert? Munu falla bara nokkrir brauðmolar út af borðinu?