133. löggjafarþing — 20. fundur,  3. nóv. 2006.

embætti landlæknis.

273. mál
[18:04]
Hlusta

heilbrigðisráðherra (Siv Friðleifsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Í stuttu andsvari get ég upplýst hv. þm. Pétur Blöndal um að í 8. gr. er tæmandi upptalning. En landlæknisembættið og reyndar við í heilbrigðisráðuneytinu töldum að það hefði verið ágætt ef þetta hefði verið aðeins opnara en Persónuvernd lagði mikla áherslu á að þetta yrði lokað, þ.e. tæmandi upptalning. Það er niðurstaðan.

Þetta er tæmandi upptalning á skránum. Hins vegar eru ákvæði um skrár í nokkrum öðrum sérlögum. Ég hef ekki tæmandi yfirlit yfir það hér. Ég átti ekki von á þessari spurningu. En mér skilst, varðandi fóstureyðingaskrána, að hún sé tilgreind í lögunum um fóstureyðingar. Það eru líka skrár tilgreindar í tengslum við sóttvarnalæknisembættið ef ég man rétt. Þannig eru aðrar skrár tilgreindar í sérlögum.

En varðandi landlæknisembættið og þær skrár sem það heldur utan um þá er þetta tæmandi upptalning.