133. löggjafarþing — 20. fundur,  3. nóv. 2006.

embætti landlæknis.

273. mál
[18:06]
Hlusta

heilbrigðisráðherra (Siv Friðleifsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Já, það er rétt að í 8. gr. er upptalning á ákveðnum skrám tæmandi upptalning. En það er líka getið um skrá í 9. gr. Það er skráning óvæntra atvika. Hafi það farið á milli mála þá er það rétt, að þar er sérstök skrá sem ekki er tekin með í 8. gr.