133. löggjafarþing — 21. fundur,  6. nóv. 2006.

varamenn taka þingsæti.

[15:02]
Hlusta

Forseti (Sólveig Pétursdóttir):

Borist hafa tvö bréf um forföll þingmanna. Hið fyrra er frá Ögmundi Jónassyni, 9. þm. Reykv. s., dagsett í dag, 6. nóvember:

„Þar sem ég er á förum til útlanda í einkaerindum og get því ekki sótt þingfundi næstu tvær vikur leyfi ég mér, með vísan til 2. mgr. 53. gr. laga um þingsköp Alþingis, að óska þess að 1. varaþingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavíkurkjördæmi suður, Álfheiður Ingadóttir, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.“

Álfheiður Ingadóttir hefur áður tekið sæti á Alþingi og er boðin velkomin til starfa á ný.

Síðara bréfið er frá 6. þm. Reykv. s., Jónínu Bjartmarz, dagsett 3. nóvember, og hljóðar svo:

„Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sótt þingfundi á næstunni leyfi ég mér, með vísan til 2. mgr. 53. gr. laga um þingsköp Alþingis, að óska þess að 1. varaþingmaður Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, Björn Ingi Hrafnsson, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.“

Kjörbréf Björns Inga Hrafnssonar hefur þegar verið rannsakað og samþykkt en hann hefur ekki áður tekið sæti á Alþingi og ber því að undirskrifa drengskaparheit að stjórnarskránni.

 

[Björn Ingi Hrafnsson, 6. þm. Reykv. s., undirritaði drengskaparheit um að halda stjórnarskrána.]