133. löggjafarþing — 22. fundur,  7. nóv. 2006.

lækkun virðisaukaskatts á geisladiskum.

[13:33]
Hlusta

viðskiptaráðherra (Jón Sigurðsson) (F):

Hæstv. forseti. Ég þakka fyrirspurn hv. þingmanns sem auglýsir áhuga sinn til að styðja listastarfsemi og tónlist á Íslandi og er það út af fyrir sig vel. Að öðru leyti vísa ég til svars hæstv. fjármálaráðherra sem hann veitti hér við sömu spurningu í gær, ef ég man rétt.

Það hefur verið rætt um þessi mál og þau eru í athugun í ríkisstjórninni. Það er ekki búið að tímasetja það. Í raun og veru var um það að ræða að breyta neðra stigi virðisaukaskattsins í núgildandi kerfi. Þá fylgdu með ýmis fleiri atriði eins og rafmagn til húshitunar, gistiþjónusta o.s.frv. og allt er það mjög vel. Við höfum nú þegar rætt nokkuð um tónlist, myndlist o.s.frv. í þessu sambandi eins og hv. þingmaður nefndi og það er áfram til athugunar.