133. löggjafarþing — 22. fundur,  7. nóv. 2006.

Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins.

279. mál
[15:26]
Hlusta

viðskiptaráðherra (Jón Sigurðsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Rétt er að geta þess að þarna er gert ráð fyrir því að ábyrgðir og lán geti komið í staðinn fyrir styrki og ekki síður bein fjárfestingaraðild að fyrirtækjunum. Hins vegar er spurning hv. þingmanns mjög gild.

Meðan ég starfaði í Vísinda- og tækniráði fjölluðum við mjög mikið einmitt um þessi viðfangsefni og hvernig við getum staðist bæði samkeppni og samanburð við nágrannalöndin og náð því að standa eins vel að þessum þróunar- og nýsköpunarmálum og við vildum. Öll þurfa þessi atriði að vera stöðugt í athugun. Atriðið hv. þingmaður nefndi eins og öll önnur.