133. löggjafarþing — 22. fundur,  7. nóv. 2006.

Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins.

279. mál
[15:30]
Hlusta

viðskiptaráðherra (Jón Sigurðsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég get tekið undir margt af því sem hv. þingmaður sagði. Við metum mikilvægi styrkja ekki eins en endurgreiðslur þróunar- og rannsóknarkostnaður eru t.d. eitt úrræði sem mjög hefur verið til skoðunar. En það er rétt að hafa í huga að verið er að efla og styrkja þessa sjóði um allan helming ár eftir ár, það er mjög mikilvægt að hafa það í huga. Það er líka mjög mikilvægt að hafa það í huga að styrkjaleiðin er ekki alltaf heppileg eða æskileg leið í þessum efnum heldur getur verið miklu eðlilegra að fara ábyrgðaleið og treysta á bankakerfið sem hefur vaxið óðfluga hjá okkur og er orðið miklu öflugra en það áður var. Við verðum að skoða þessa hluti í því samhengi líka.