133. löggjafarþing — 22. fundur,  7. nóv. 2006.

Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins.

279. mál
[15:37]
Hlusta

viðskiptaráðherra (Jón Sigurðsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er svolítið erfitt að ræða málið þegar farið er svona úr einu í annað. Á dagskrá er Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins og við skulum þá frekar ræða um Byggðasjóð á eftir. En ég vil vekja athygli á því að að sjálfsögðu getur þjónusta þessara sjóða og stuðningsstofnana dugað um allt land. Það er alls ekki svo að verið sé að afgreiða það sérstaklega í því frumvarpi sem hér er til umræðu, það á hins vegar við um nýsköpunarmiðstöðina, kaflann sem fjallar um Byggðasjóð.