133. löggjafarþing — 22. fundur,  7. nóv. 2006.

Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins.

279. mál
[15:52]
Hlusta

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég vil mótmæla síðustu fullyrðingu. Ég hef ekki alltaf stutt öll stjórnarfrumvörp. Það er langt í frá. (JÁ: Ætlarðu ekki að styðja þetta?) Það er ekki gefið. Ég hef ekki lýst yfir neinum stuðningi við þetta frumvarp. Heyrðu menn það? (JBjarn: Þú styður ríkisstjórnina) Að sjálfsögðu styð ég ríkisstjórnina og ég mun styðja fjárlagafrumvarpið. (Gripið fram í.) Ég mun styðja fjárlagafrumvarpið á grundvelli þess að ég styð ríkisstjórnina. Ég styð ríkisstjórnina til allra góðra verka. Hún hefur gert margt mjög gott eins og sést vel á atvinnulífinu, á hækkun launa og lækkun skatta. Þannig að ég get ekki annað en glaðst yfir starfi ríkisstjórnarinnar. En það er ekki þar með sagt að ég samþykki allt sem frá ríkisstjórninni kemur.

Varðandi þetta frumvarp, verð ég að segja við hv. þingmenn, þá tel ég að einkaaðilar eigi að fjárfesta í nýsköpun vegna þess að áhættan er mikil.