133. löggjafarþing — 22. fundur,  7. nóv. 2006.

opinber stuðningur við tæknirannsóknir, nýsköpun og atvinnuþróun.

280. mál
[16:50]
Hlusta

iðnaðarráðherra (Jón Sigurðsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það hefur verið lögð mjög mikil áhersla á samráð, viðræður í allt sumar við ýmsa aðila, bæði í þeim stofnunum sem málið snertir og við samtök í atvinnulífinu. Ég geri mér hins vegar grein fyrir að málið er margþætt og það eru mismunandi skoðanir uppi um það en ég met það svo að við höfum lagt á það mjög þunga áherslu í ráðuneytinu að hafa samráð sem allra víðast, enda kemur það fram í frumvarpinu. Ég á satt að segja von á að það komi fram í viðbrögðum við því að þessu sinni enda þótt ég geri mér alveg grein fyrir að í frumvarpinu eru mörg umdeild ákvæði.