133. löggjafarþing — 23. fundur,  8. nóv. 2006.

útsendingar svæðisútvarpsins á Austurlandi.

125. mál
[12:31]
Hlusta

Þuríður Backman (Vg):

Hæstv. forseti. Ég held að það sé öllum ljóst hversu mikilvægar svæðisstöðvarnar eru hverjum fjórðungi og þetta sé þjónusta ekki eingöngu fyrir viðkomandi svæði heldur eru þetta stöðvar sem geta unnið og styrkt Ríkisútvarpið miklu meira en gert er í dag.

Hæstv. forseti. Ég tel það algerlega óásættanlegt ef það á að bíða með allar frekari úrbætur og þjónustu við landsmenn, við svæðisstöðvarnar eftir afgreiðslu nýs frumvarps um Ríkisútvarpið og eftir að það verður gert að ohf. Ef sterkur vilji er til að bæta almannaþjónustuna, þá er hægt að gera það núna. Það eru möguleikar, það er vilji og það er hægt, við höfum starfsfólk, við höfum hæfa einstaklinga til að taka þetta að sér á svæðisstöðvunum og það er ekki neitt í vegi fyrir því að efla svæðisútvörpin og útvarpa alla virka daga. Það þarf ekki að bíða eftir ohf.