133. löggjafarþing — 23. fundur,  8. nóv. 2006.

réttargeðdeild að Sogni.

162. mál
[15:06]
Hlusta

Guðjón Ólafur Jónsson (F):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Margréti Frímannsdóttur fyrir að vekja athygli á málefnum réttargeðdeildarinnar á Sogni. Opnun réttargeðdeildarinnar var mikil framför í málefnum ósakhæfra afbrotamanna sem m.a. höfðu áður verið vistaðir á sjúkrahúsum erlendis. Réttargeðdeildin er fyrir ósakhæfa afbrotamenn og hefur einnig verið notuð fyrir geðsjúka fanga. Eins og fram kom hjá hv. þingmanni hafa verið þarna síðustu mánuði átta einstaklingar í sjö rýmum.

Nú liggja hins vegar fyrir tillögur starfshóps um að fjölga rýmunum í 20 og hæstv. ráðherra lýsti því yfir áðan að hún hygðist fara að þessum tillögum og því ber að fagna alveg sérstaklega. Ég vænti þess að aðrir þingmenn muni leggja sitt af mörkum til að það geti orðið að veruleika.