133. löggjafarþing — 24. fundur,  9. nóv. 2006.

starfsskýrsla Ríkisendurskoðunar 2005.

[15:49]
Hlusta

Sigurjón Þórðarson (Fl) (andsvar):

Herra forseti. Ég tek undir með hv. þm. Sólveigu Pétursdóttur, það er mjög mikilvægt að það ríki mikil sátt og eindrægni um Ríkisendurskoðun og það er mjög mikilvægt að þetta sé óháð stofnun. Nú hef ég ásamt fleiri þingmönnum bent á það hér með veigamiklum rökstuðningi og einnig áður í ræðum á Alþingi að vissar efasemdir ríki um ákveðið minnisblað sem ríkisendurskoðandi gaf út. Er þá ekki rétt, til þess að tryggja mikilvægi og að alger sátt ríki um Ríkisendurskoðun, að nánari könnun á þessu fari fram af hálfu þingsins?