133. löggjafarþing — 25. fundur,  13. nóv. 2006.

Vísinda- og tækniráð.

295. mál
[16:10]
Hlusta

forsætisráðherra (Geir H. Haarde) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Hér er auðvitað verið að tala um að gera nokkrar breytingar á núverandi Vísinda- og tækniráði, m.a. að breyta nafni þess úr Vísinda- og tækniráði í Vísinda- og nýsköpunarráð. Það er gert ráð fyrir því að eftir sem áður verði tvær nefndir, vísindanefnd og nýsköpunarnefnd, (Gripið fram í.) og að það verði meiri áhersla, samanber nafnbreytinguna, á svokölluð nýsköpunarmál. Út á það gengur þetta frumvarp í stórum dráttum þannig að þættir sem tilheyra nýsköpunarmálum og ekki hafa fram til þessa verið ræddir á vettvangi þessa ráðs komi — eins og hv. þingmaður vitnaði til, að stefna ráðsins þurfi að ná til þátta sem fram til þessa hafa ekki verið á dagskrá ráðsins, þar á meðal atriða á nýsköpunarvettvangnum.

Ég vil svo bæta því við, virðulegur forseti, að ég geri enga athugasemd við það að þetta frumvarp gangi frá allsherjarnefnd til menntamálanefndar til umsagnar. Þvert á móti teldi ég að það væri gagn að því. (Gripið fram í.)