133. löggjafarþing — 26. fundur,  14. nóv. 2006.

fjáraukalög 2006.

47. mál
[18:03]
Hlusta

Guðjón Ólafur Jónsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það var eftirtektarvert að hv. þingmaður stóð og klóraði sér í höfðinu við að reyna að svara þessari einföldu spurningu um hvort hv. þingmaður og Frjálslyndi flokkurinn ætluðu að styðja útgjaldatillögur ríkisstjórnarflokkanna við afgreiðslu 2. umr. fjáraukalaga á þinginu.

Hæstv. forseti. Auðvitað klóra margir sér í höfðinu yfir málflutningi stjórnarandstöðunnar. Þess vegna spyr ég hv. þingmann aftur: Ætlar Frjálslyndi flokkurinn og hv. þm. Guðjón Arnar Kristjánsson að styðja útgjaldatillögur 1. minni hluta fjárlaganefndar við atkvæðagreiðslu að lokinni 2. umr.?