133. löggjafarþing — 28. fundur,  15. nóv. 2006.

veiðiheimildir úr sameiginlegri fiskveiðiauðlind þjóðarinnar.

288. mál
[13:19]
Hlusta

Magnús Þór Hafsteinsson (Fl):

Virðulegi forseti. Ég hygg nú að langt sé um liðið síðan önnur eins öfugmælaræða var flutt og þegar hæstv. forsætisráðherra mætti á aðalfund LÍÚ í október og flutti þar ræðu sína og fór að tala um kvótakerfið.

Kvótakerfið er því miður afskaplega misheppnað. Það er alveg komin full reynsla á það. Það hefur skilað afskaplega slökum árangri í uppbyggingu fiskstofna. Það hefur valdið mjög mikilli byggðaröskun og stórtjóni á landsbyggðinni. Skuldasöfnun sjávarútvegsins hefur verið gegndarlaus frá því frjálsa framsalið var tekið upp árið 1994. Greinin er sokkin í skuldir. Það er ekkert flóknara en það.

Fram til 1994 voru heildarskuldir greinarinnar eitthvað í kringum árlegt útflutningsverðmæti. En núna eru heildarskuldir greinarinnar þrisvar sinnum útflutningsverðmætið á hverju ári og aflaverðmætið hefur staðið í stað undanfarin mörg ár. Þetta er enginn árangur. Við (Forseti hringir.) verðum að breyta þessu.