133. löggjafarþing — 28. fundur,  15. nóv. 2006.

fangabúðir Bandaríkjamanna við Guantanamo-flóa.

248. mál
[13:31]
Hlusta

Jóhann Ársælsson (Sf):

Hæstv. forseti. Þetta mál hefur stundum verið til umræðu áður í sölum Alþingis. Það sem ég vil leggja til málanna er að hæstv. utanríkisráðherra sanni með skeleggri framkomu og skýrum yfirlýsingum fyrir hönd Íslands að við eigum erindi í öryggisráðið. Við erum að berjast fyrir því að fá þar sæti. Þess vegna hljótum við að líta þannig á að Íslendingar eigi erindi á alþjóðavettvangi til að berjast fyrir betri heimi.

Ég treysti því að hæstv. utanríkisráðherra geri betur en þeir sem hafa setið á þeim stól á undanförnum árum í þessu máli. Það þarf ekki rosalega mikið til að gera betur. Ég held því ekki fram að menn hafi ekkert gert. En það hefur a.m.k. ekki borið mjög á því á alþjóðavettvangi að Íslendingar hafi beitt sér fyrir því að þar verði snúið af þeim (Forseti hringir.) vonda vegi sem Bandaríkjamenn eru á Guantanamo-flóa.