133. löggjafarþing — 28. fundur,  15. nóv. 2006.

Sundabraut.

110. mál
[13:47]
Hlusta

Guðmundur Hallvarðsson (S):

Virðulegi forseti. Allir eru sammála um að málið hafi tekið allt of langan tíma en ástæða þess er sú að ágætur vinstri meiri hluti Reykjavíkurborgar frá 1994 til þessa árs stóð bara ekki heill að þessu. Það var misvísandi hvaða leiðir menn vildu fara. Það er meginatriði málsins.

Ef við förum aðeins yfir það þá lagði nýr vinstri meiri hluti í borginni af mislæg gatnamót árið 1994 vegna þess að hann vildi ekki fá umferðina niður í Kvosina. En allt í einu, árið 2002, vildi hann frá brú til að beina umferðinni niður í Kvos.

Það lá ljóst fyrir, af mati sérfræðinga, að ef menn væru í alvöru að hugsa um brú þá tækju þeir það skrefi lengra og færu í jarðgöng. Þetta lá ljóst fyrir.

Svo koma vinstri menn og segja: Þetta hefur tekið allt of langan tíma. En hvert er vandamálið? Það var þessi ágæti meiri hluti í borginni. Hann gat ekki komið sér saman um (Forseti hringir.) hvernig Sundabraut ætti að liggja.