133. löggjafarþing — 28. fundur,  15. nóv. 2006.

Norðfjarðargöng.

124. mál
[14:22]
Hlusta

Jóhann Ársælsson (Sf):

Hæstv. forseti. Ég get nú ekki orða bundist. Mér finnst þetta segja sína sögu, þ.e. sú umræða sem fer hér fram, hversu mikið vantar upp á að gerðar séu nægilega góðar áætlanir til framtíðar litið um hvernig standa eigi að þeim mikilvægu framkvæmdum sem verið er að tala um. Það er ekki við hæfi að menn séu sífellt að spyrja eftir einstökum framkvæmdum sem ekki eru komnar inn á áætlun eða ekki hafa fengist peningar til framkvæmda.

Áætlanir vantar til langs tíma, svona 40 ára, þar sem menn setja niður helstu umferðarmannvirki og geri sér grein fyrir því hvar þau eigi að vera. Það kemur í veg fyrir mistök sem hafa verið gerð á undanförnum árum vegna þess að menn hafa ekki haft slíkar áætlanir í höndunum.

Ég hvet hæstv. samgönguráðherra til að láta það (Forseti hringir.) verða sitt síðasta verk að leggja af (Forseti hringir.) stað í langtímaáætlun í vegagerð.