133. löggjafarþing — 28. fundur,  15. nóv. 2006.

háhraðanettengingar.

147. mál
[14:57]
Hlusta

samgönguráðherra (Sturla Böðvarsson) (S):

Virðulegur forseti. Ég þakka þau viðbrögð sem hér hafa orðið og er ánægður með að hv. þingmenn hafa góðan skilning á framvindu málsins, hvernig hún er og þarf að verða. Það er alveg ljóst að við þurfum að tryggja þá fjármuni sem þarna eru til staðar og ég vona að það verði áfram skilningur á því í þinginu að Fjarskiptasjóður þurfi á því að halda að nýta þá fjármuni sem til ráðstöfunar eru samkvæmt ákvörðun Alþingis eins og hún gildir í dag. Við flýttum hluta af þessari greiðslu frá árinu 2007 og yfir á árið 2006 til þess að það lægi algerlega fyrir að við hefðum fjármuni til að bjóða þessi stóru verk út. Það skiptir mjög miklu máli að ekki verði töf og þess vegna var þessari fjárveitingu flýtt til að útboðið gæti farið fram fullum fetum í þeim áfanga sem við gerum ráð fyrir. Að öðru leyti þakka ég fyrir þessa umræðu.