133. löggjafarþing — 29. fundur,  16. nóv. 2006.

utanríkismál, munnleg skýrsla utanríkisráðherra.

[12:31]
Hlusta

Steingrímur J. Sigfússon (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Spurning mín var: Fær Þróunarfélagið þá peninga? Verða settir peningar í þetta á næsta ári? Þarf ekki að taka það inn í fjárlög? Eða hvaðan fær Þróunarfélagið fjármuni til að standa í þeim kostnaðarsömu hreinsunaraðgerðum, sem gætu kostað hundruð milljóna króna? Ef pakkinn í heild sinni er upp á 2 til 3 milljarða þá dugir varla minna en allmörg hundruð milljóna ef menn ætla að gera eitthvað af gagn á næsta ári.

En varðandi Írak aftur, þá spyr ég nú bara: Hvaða uppbyggingarstarf? Hvaða uppbyggingarstarf eigum við að styðja í Írak eins og málum er þar komið? Fer ekki ástandið versnandi dag frá degi? Er ekki landið á barmi borgarastyrjaldar? Þarf ekki fyrst að reyna að gera þá hluti upp áður en menn geta farið að tala um uppbyggingarstarf?

Það er aldeilis uppbyggingin í Afganistan eða Írak. Þetta hefur heppnast stórkostlega. Nei. Ég held að við getum ekki afgreitt málið svona.