133. löggjafarþing — 29. fundur,  16. nóv. 2006.

utanríkismál, munnleg skýrsla utanríkisráðherra.

[14:45]
Hlusta

Álfheiður Ingadóttir (Vg) (andsvar):

Ég þakka ráðherranum þetta andsvar. Það kann vel að vera að það felist í loftslagsbreytingunum tækifæri fyrir Íslendinga. Því miður eru loftslagsbreytingarnar fyrst og fremst ógn við lífríki jarðar og við samfélag manna hér á norðurslóðum. Ég vil frekar orða það þannig að þarna væri um mjög brýnt verkefni að ræða frekar en tækifæri. Eins og ég nefndi áðan þurfum við að gæta þess mjög hvernig við stöndum hvað varðar mengunarvarnir ef mengunarslys verður í sjó ef til þess kemur að olíuflutningar stóraukist hér fyrir norðan.