133. löggjafarþing — 29. fundur,  16. nóv. 2006.

utanríkismál, munnleg skýrsla utanríkisráðherra.

[15:22]
Hlusta

Sigurjón Þórðarson (Fl):

Frú forseti. Ég heyri það á orðum hv. þingmanns að hún er mjög gagnrýnin á það þegar sendiherrar koma í kippum. Ég er það líka. Vísast er þá hv. þingmaður með þeim málflutningi að gagnrýna sjálfstæðismenn, sem voru stórtækir í því að koma jafnvel með flokkshesta inn í þessi mikilvægu embætti. Mér finnst það vera gagnrýnivert og ég er mjög ánægður að heyra að samstarfsflokkurinn skuli ræða um þessa hluti með svo gagnrýnum hætti sem raun ber vitni.