133. löggjafarþing — 29. fundur,  16. nóv. 2006.

utanríkismál, munnleg skýrsla utanríkisráðherra.

[15:23]
Hlusta

Sæunn Stefánsdóttir (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Hv. þm. Sigurjóni Þórðarsyni er auðvitað í sjálfsvald sett hvernig hann ákveður að túlka orð mín. En ég endurtek það sem ég sagði áðan að í tíð núverandi hæstv. utanríkisráðherra og fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins, Halldórs Ásgrímssonar, þegar hann var utanríkisráðherra, hafa menn gert þetta á þann veg að hafa þetta sem gegnsæjast og á sem faglegustum grunni. Ég tel að það séu einmitt vinnubrögð sem séu mikilvæg og menn eigi að viðhafa.