133. löggjafarþing — 30. fundur,  20. nóv. 2006.

varamaður tekur þingsæti.

[15:03]
Hlusta

Forseti (Birgir Ármannsson):

Borist hefur bréf um forföll frá 1. þm. Reykv. s., Geir H. Haarde, dagsett 14. nóvember, og hljóðar svo:

„Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sótt þingfundi á næstunni óska ég eftir því, með vísan til 2. mgr. 53. gr. þingskapa, að 4. varamaður á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur, taki sæti á Alþingi á meðan. Lára Margrét Ragnarsdóttir, Guðrún Inga Ingólfsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, 1.–3. varamaður á listanum, geta ekki tekið sæti á Alþingi að þessu sinni.“

Forseta hafa borist bréf og tilkynningar frá 1.–3. varaþingmanni Sjálfstæðisflokksins í Reykv. s. þar sem þeir greina frá forföllum sínum. Kjörbréf Kolbrúnar Baldursdóttur hefur þegar verið rannsakað og samþykkt en hún hefur ekki tekið sæti á Alþingi áður og ber því að undirskrifa drengskaparheit að stjórnarskránni.

 

[Kolbrún Baldursdóttir, 1. þm. Reykv. s., undirritaði drengskaparheit um að halda stjórnarskrána.]