133. löggjafarþing — 30. fundur,  20. nóv. 2006.

niðurgreiðsla á raforku til húshitunar.

[15:09]
Hlusta

Kristján L. Möller (Sf):

Hæstv. forseti. Ég þakka hæstv. iðnaðarráðherra fyrir þessi svör. Í mínum huga er þetta ekkert mjög flókið mál. Reikningar hjá fólki eru dæmin sem sanna hvað hefur gerst og við þurfum ekki neina útreikninga eða meðaltöl. Þetta eru dæmi, eins og ég hef hér undir höndum, um allt að 65% hækkun hjá einum notanda við þessa breytingu. Við getum ekki, virðulegi forseti, eins og hæstv. iðnaðarráðherra segir nú beðið eftir að þetta verði skoðað áfram. Hann segir að þetta sé vandamál o.s.frv. Það er ekki hægt að bíða eftir því og það er ekki hægt að láta það líðast, virðulegi forseti, að ríkisstjórnin skili auðu í þessu sambandi hvað varðar fjárlög næsta árs. Málið er það brýnt og það alvarlegt að það verður að taka á því strax. Þess vegna spyr ég aftur hæstv. iðnaðarráðherra: Mun ríkisstjórnin leggja til, eins og Orkustofnun segir í sínum gögnum, (Forseti hringir.) meira fé til niðurgreiðslna eða ætlar ríkisstjórnin áfram að skoða málið og skila (Forseti hringir.) auðu?