133. löggjafarþing — 30. fundur,  20. nóv. 2006.

niðurgreiðsla á raforku til húshitunar.

[15:11]
Hlusta

Kristján L. Möller (Sf):

Virðulegi forseti. Ég segi enn og aftur: Í öllum þeim gögnum sem ég hef undir höndum, sama hvort um er að ræða ársskýrslu Orkustofnunar, skýrslu Orkustofnunar til iðnaðarráðherra eða önnur plögg er alls staðar tíunduð hækkun. Má ég aðeins grípa niður í skýrslu Orkustofnunar, með leyfi forseta:

„Verð fyrir almenna heimilisnotkun hækkaði hjá Vestfirðingum í dreifbýli um 24% …“

„Líkanreikningar fyrir aflkaup gefa 16,3% hækkun hjá Vestfirðingum í dreifbýli …“

Svo kemur: „Vegna breytinga á töxtum, niðurfellingar og sameiningar, geta einstakir notendur fengið á sig töluverða hækkun“ umfram þetta.

Virðulegi forseti. Ríkisstjórnin ætlar að athuga þetta, skoða, bíða og sjá til. Fólkið sem borgar þessa reikninga og hefur fengið á sig 40 og upp í 65% hækkun getur ekki beðið eftir úrræðaleysi ríkisstjórnarinnar.