133. löggjafarþing — 30. fundur,  20. nóv. 2006.

hlutafélag um Flugmálastjórn.

[15:27]
Hlusta

samgönguráðherra (Sturla Böðvarsson) (S):

Virðulegur forseti. Þó að við ráðherrarnir séum valdamiklir afturköllum við náttúrlega ekki lög svona með einu orði. Lögin voru samþykkt í þinginu og eftir þeim er að sjálfsögðu unnið. Ég tel það skyldu mína að vinna á grundvelli þessara laga. Ég tel mjög mikilvægt að sú framvinda sé eðlileg og að ekki sé verið að trufla hana með svona upphlaupum eins og hér er verið að stofna til og reyna að gera málið tortryggilegt, eins og það að ráðuneytið hafi ekki komið nærri þessu. Það er hópur fólks á vegum ráðuneytisins sem vinnur að þessu máli upp á hvern einasta dag við hliðina á stjórn hlutafélagsins og það er fullkomlega eðlilegt. Starfsfólkið kemur að sjálfsögðu að því starfi. Ég held að hv. þingmaður hafi annaðhvort ekki heyrt hvað verið var að segja eða viljandi lagt þann skilning í það sem kemur fram í ræðu hans, sem er ein af ótal mörgum, þær eru allar eins, (Gripið fram í.) gegn starfsemi hlutafélaga.