133. löggjafarþing — 30. fundur,  20. nóv. 2006.

Landsvirkjun.

364. mál
[20:25]
Hlusta

iðnaðarráðherra (Jón Sigurðsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er augljóst. Það sem ég átti við er að slitið er úr samhengi þegar tekin eru örfá orð úr lengra máli fyrrverandi iðnaðarráðherra þar sem talað er um sölu og framþróun markaðarins en við erum hér aðeins að tala um kaup ríkisins.

Í öðru lagi hefur það greinilega komið fram hjá mér, bæði núna í mínum síðustu orðum og líka í frumræðunni, að við viljum vinna að eðlilegri framþróun orkumarkaðar, bæði á viðskiptalegum grundvelli og með tilliti til þeirra samfélagshlutverka sem hann á að gegna.