133. löggjafarþing — 30. fundur,  20. nóv. 2006.

Landsvirkjun.

364. mál
[20:35]
Hlusta

iðnaðarráðherra (Jón Sigurðsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég var rétt áðan að segja, og ég get endurtekið það, að afstaða ríkisstjórnarinnar er sú að við þurfum að vinna að því að þroska og þróa orkumarkað sem uppfyllir viðskiptaleg skilyrði, fullnægir þeim samfélagslegu þjónustuhlutverkum sem honum er ætlað og er í samræmi við reglur Evrópska efnahagssvæðisins. Þetta er algjörlega skýrt svar og ég kinoka mér alls ekki við því að ræða hina breiðu framtíðarmynd í þessum málum.