133. löggjafarþing — 31. fundur,  21. nóv. 2006.

aukatekjur ríkissjóðs.

358. mál
[16:09]
Hlusta

fjármálaráðherra (Árni M. Mathiesen) (S):

Frú forseti. Ég mæli fyrir frumvarpi til laga um breyting á lögum nr. 88/1991, um aukatekjur ríkissjóðs, með síðari breytingum.

Eins og rakið er í greinargerð var gerð breyting á lögum nr. 8/1996, um löggildingu nokkurra starfsheita sérfræðinga í tækni- og hönnunargreinum, í vor sem leið, sem meðal annars fól í sér að grafískum hönnuðum var bætt við í upptalningu starfsheita í 1. gr. laganna. (ÖS: Enn einn skatturinn?) Gjald hefur verið tekið fyrir leyfi til þeirra sérfræðinga sem þar eru tilgreindir á grundvelli 22. tölul. 10. gr. (Gripið fram í.) aukatekjulaganna. Samræmis vegna er hér því lagt til að 22. tölul. 10. gr. verði breytt þannig að unnt sé að taka gjald fyrir leyfi til grafískra hönnuða.

Ég legg til, frú forseti, að að lokinni 1. umr. verði málinu vísað til hv. efnahags- og viðskiptanefndar.