133. löggjafarþing — 31. fundur,  21. nóv. 2006.

vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl.

359. mál
[17:35]
Hlusta

Pétur H. Blöndal (S):

Herra forseti. Í örstuttu máli vil ég segja að við erum annars vegar að tala um orkugjafa sem er unninn úr jörðu, olíu, gas og bensín, orkugjafa sem er með nýtnina 25%. Hins vegar erum við að tala um orkugeymslu, þ.e. vetni og nýtnin er mjög góð á mörgum rafgeymum, til dæmis rafgeymum í hverjum einasta bíl. Orkugeymslan verður að hafa miklu meiri nýtni en orkugjafinn. Þess vegna getum við ekki blandað þessu saman. 70% nýtni hjá vetni til framtíðar er eitthvað allt annað en 25% á olíu og bensíni sem er orkugjafi. Þess vegna verðum við að gera miklu meiri kröfur til rafgeymis eða orkugeymis en til nýtni á venjulegri bensínvél. Spurningin er hvaða orkugeymsla verður best í framtíðinni.