133. löggjafarþing — 33. fundur,  22. nóv. 2006.

kjör framkvæmdastjóra norrænu ráðherranefndarinnar.

305. mál
[13:16]
Hlusta

Dagný Jónsdóttir (F):

Virðulegi forseti. Hv. þm. Magnús Þór Hafsteinsson sagði að ýmislegt hefði verið brallað í reykfylltum bakherbergjum. Ég verð að segja að mér finnst þetta afar ósmekkleg ummæli, ekki síst í ljósi þess að sá sem var kosinn er mjög hæfur maður og glæsilegur fulltrúi þjóðar okkar í þeirri mestu ábyrgðarstöðu á erlendum vettvangi sem við höfum átt. Engin deila er um reynslu hans varðandi utanríkismál og Norðurlandasamstarf.

Hæstv. ráðherra hefur gert grein fyrir atburðarásinni sem nákvæmlega ekkert athugavert er við og ráðningin mun án efa verða til þess að efla Norðurlandaráð enn frekar.