133. löggjafarþing — 33. fundur,  22. nóv. 2006.

mislæg gatnamót á mótum Þingvallavegar og Vesturlandsvegar.

121. mál
[13:34]
Hlusta

Magnús Þór Hafsteinsson (Fl):

Virðulegi forseti. Ég held að við hljótum að fagna öllum vegabótum sem eru gerðar á Vesturlandsvegi. Ég hef áður sagt að Vesturlandsvegur er á margan hátt mjög erfiður vegur og á stundum viðsjárverður. Það væri gaman að fá að heyra hvað hæstv. ráðherra áætlar að þetta tiltekna hringtorg eigi að kosta.

Mér finnst líka að þetta hljóti að vekja upp umræður um það að við þurfum að fara út í verulegar vegabætur á öllum þjóðvegum sem liggja að stór-höfuðborgarsvæðinu. Ég er ekki bara að tala um Vesturlandsveg, ég er líka að tala um veginn um Suðurland og Hellisheiði. Það er orðið mjög aðkallandi. Sú mjög svo jákvæða reynsla sem við höfum til að mynda haft af tvöföldun Reykjanesbrautar á skilyrðislaust að verða okkur hvatning til dáða í þessum efnum. Það á að leggja þessar miklu umferðaræðar þannig að um tvöfalda vegi verði að ræða.