133. löggjafarþing — 33. fundur,  22. nóv. 2006.

mislæg gatnamót á mótum Þingvallavegar og Vesturlandsvegar.

121. mál
[13:35]
Hlusta

Fyrirspyrjandi (Valdimar L. Friðriksson) (U):

Herra forseti. Ég fagna svari hæstv. ráðherra. Það er rétt að fréttirnar berast oft mjög hratt héðan og upp í Mosfellsbæ, a.m.k. þegar vegamál eru annars vegar. Vísar hæstv. ráðherra væntanlega til þess þegar við ræddum um tvöföldun milli Reykjavíkur og Mosfellsbæjar en það fór allt saman vel.

Ég fagna sérstaklega yfirlýsingu ráðherra um að hann skyldi hafa brugðist svona hratt og vel við ábendingum og óskum Mosfellinga um lagningu hringtorgs á afleggjara Þingvallavegar á Vesturlandsvegi. Ég fagna því sérstaklega að það eigi að verða tilbúið innan árs.