133. löggjafarþing — 33. fundur,  22. nóv. 2006.

Suðurlandsvegur.

137. mál
[13:52]
Hlusta

Drífa Hjartardóttir (S):

Hæstv. forseti. Ég vil taka undir með félögum mínum, þingmönnum hér, að það er mjög mikilvægt að tvöfalda Hellisheiðina, tvöfalda Suðurlandsveginn austur fyrir Selfoss. Við sjáum hve vel hefur gefist með tvöföldunina á Reykjanesbrautinni. Það er orðið allt annað að aka þann veg. Fólk er öruggt, þetta er mikið öryggismál. Ég tel að leita eigi allra leiða til að hraða þessu verki sem mest má og hætta við 2+1 leiðina þegar í stað. Það er ekkert annað ásættanlegt en tvöfaldur vegur. Fyrir því höfum við þingmenn talað í mörg ár og við viljum að hlustað sé á okkur um að farið verði í tvöföldun á Hellisheiðinni. Það er ekki nokkur spurning um að það eiga ekki að vera nein veggjöld á þeirri leið frekar en öðrum. Þessar stofnleiðir, eins og Reykjanesbrautin, Suðurlandsvegurinn og Vesturlandsvegurinn, eiga allar að vera 2+2 leiðir.