133. löggjafarþing — 33. fundur,  22. nóv. 2006.

hjólreiðabrautir.

379. mál
[14:09]
Hlusta

Drífa Hjartardóttir (S):

Virðulegur forseti. Ég vil þakka hv. þm. Kolbrúnu Baldursdóttur fyrir að vekja máls á þessu ágæta máli sem nafna hennar Kolbrún Halldórsdóttir hefur barist fyrir í mörg ár. Ég tel að þetta sé mjög gott mál því við sjáum hvað hjólreiðamönnum hefur farið fjölgandi og af því að við vorum að ræða um Suðurlandsveginn áðan þá vil ég nefna ört vaxandi fjölda hjólreiðamanna sem fara um Hellisheiðina og í rauninni eru þeir í stórhættu. Þess vegna fagna ég því sem hæstv. ráðherra sagði áðan, það skiptir miklu máli að tryggja öryggi vegfarenda hvort sem þeir eru gangandi, ríðandi eða akandi.