133. löggjafarþing — 33. fundur,  22. nóv. 2006.

hjólreiðabrautir.

379. mál
[14:11]
Hlusta

Hjálmar Árnason (F):

Hæstv. forseti. Ég vil þakka hv. fyrirspyrjanda, hv. þm. Kolbrúnu Baldursdóttur, að hreyfa þessu máli og samfagna henni og nöfnu hennar Halldórsdóttur vegna yfirlýsingarinnar sem hæstv. ráðherra gaf.

Nú er það svo að innviðir í samgöngumannvirkjum okkar byggja á ofurtrú og allt að því dýrkun á bílnum, einkabílnum sérstaklega, þrátt fyrir þá staðreynd að stöðugt vaxandi fjöldi hefur áhuga á því að nota reiðhjól sem fararskjóta fyrir utan svo vaxandi ferðamennsku með hjólum. Þessir hjólreiðakappar eru í bráðri hættu miðað við þá innviði sem við búum við núna og þess vegna er það mjög mikið fagnaðarefni og tilhlökkunarefni fyrir samgöngunefnd að takast á við þá góðu yfirlýsingu, taka þann bolta sem hæstv. ráðherra gaf upp hér því að skipulagðar hjólreiðar eru nauðsynlegar vegna öryggis að ekki sé talað um hollustu.