133. löggjafarþing — 33. fundur,  22. nóv. 2006.

hjólreiðabrautir.

379. mál
[14:13]
Hlusta

Fyrirspyrjandi (Kolbrún Baldursdóttir) (S):

Virðulegi forseti. Ég vil byrja á því að þakka hæstv. samgönguráðherra fyrir skjót og greinargóð svör og ég vil jafnframt þakka hv. þingmönnum fyrir að taka til máls. Ég fagna hversu góð viðbrögð þetta hefur fengið og ég heyri og geri mér grein fyrir að málið hefur áður verið til umræðu. En núna skiptir máli að við tökum höndum saman, hið háa Alþingi og samgönguráðherra, það þarf að breyta lögum og það þarf að tryggja að þetta verði sett í forgang því að lífið getur legið við. Við ætlumst til þess að fólk hafi hjálma, börnin okkar, unglingar og fullorðnir hafi hjálma en sendum síðan fólkið út í umferðina þar sem það er í rauninni í stórkostlegri hættu. Ég vil þakka fyrir og lýsa ánægju minni með hversu góðar undirtektir þetta mál hefur fengið og vonandi fær það farsælan endi.