133. löggjafarþing — 33. fundur,  22. nóv. 2006.

stuðningur atvinnulífsins við háskóla.

217. mál
[15:15]
Hlusta

Ellert B. Schram (Sf):

Herra forseti. Ég missti því miður af upphafi umræðunnar í fyrirspurnartíma en mér skilst að hér sé verið að spyrjast fyrir um aukin framlög úr atvinnulífinu frá fyrirtækjum til háskólanna og er það allt af hinu góða.

Í því sambandi barst í tal lagaákvæði sem einmitt snýr að því atriði. Það vill svo til að á þeim stutta tíma sem ég hef haft hér aflögu og leyfi til að sitja inni á hinu háa Alþingi þá hef ég verið með í vinnslu að leggja fram frumvarp til laga um breytingu á umræddri 31. gr. laga um tekjuskatt en frumvarpið fjallar um einstakar gjafir og framlög til kirkjufélaga, líknarstarfsemi, menningarmála, stjórnmálaflokka o.s.frv.

Samkvæmt reglugerð er heimild til þess að ákveða hvað fellur undir þetta. Þar á meðal hafa íþróttirnar notið góðs af. Mér heyrast vera (Forseti hringir.) góðar undirtektir við fyrirspurninni og ég held að það sé mjög einfalt svar við þessu (Forseti hringir.) og það er að hækka 0,5% af tekjum í 2%.