133. löggjafarþing — 33. fundur,  22. nóv. 2006.

hrefna og botnfiskur.

229. mál
[18:20]
Hlusta

Magnús Þór Hafsteinsson (Fl):

Virðulegi forseti. Ég hygg að það sé afskaplega flókið mál að ætla að reyna að reikna út hversu mikið af botnfiski hrefnustofninn éti árlega. Það eru margar breytur sem hljóta að hafa áhrif á það, til að mynda á hvaða svæðum hrefnan heldur sig, hvort hún heldur sig á grunnslóð þar sem botnfiskur er eða hvort hún leitast eitthvað sérstaklega við að elta uppi þetta sérstaka tiltekna æti, sem ég efast töluvert mikið um, því að hrefnan er náttúrlega skíðishvalur og lifir því að verulegu leyti á svifi, dýrasvifi.

En það er svo sem alveg eðlilegt og sjálfsagt að spyrja sig þessara spurninga og við hljótum öll að bíða spennt eftir niðurstöðum úr vísindaveiðum á hrefnu, sem hafa verið stundaðar hér á landi undanfarin ár. Það verður að kannski tilefni til að ræða það nánar á eftir í fyrirspurn sem ég verð með þá til hæstv. ráðherra.