133. löggjafarþing — 34. fundur,  23. nóv. 2006.

fjárlög 2007.

1. mál
[20:22]
Hlusta

Bjarni Benediktsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Hér er náttúrlega verið að draga upp mikla falsmynd af því sem gerst hefur í þjóðfélaginu í skattamálunum og ekki í fyrsta skipti. Það er staðreynd að með persónuafslættinum og frítekjumarkinu sem honum fylgir er tekið mikið félagslegt tillit til þeirra sem lægst hafa launin og lægstar hafa tekjurnar. Skattbyrði þeirra sem eru á lágmarkslaunum í landinu er að sjálfsögðu miklu minni en þeirra sem hærri hafa launin. Og þeim mun hærri sem launin eru í landinu, þeim mun hærra hlutfall af laununum fer í skatta. Það er hið innbyggða, félagslega tillit sem persónuafslátturinn og frítekjumarkið tryggir. Þetta er algjörlega klárt. Það sem fer í taugarnar á þeim sem halda ræður af þeim toga sem hér er gert, er að sumir hafa aukið meira við sig í launum en aðrir. Það er ákall á sósíalísku (Forseti hringir.) aðferðina sem er víðast hvar gjaldþrota á Norðurlöndunum