133. löggjafarþing — 34. fundur,  24. nóv. 2006.

fjárlög 2007.

1. mál
[01:13]
Hlusta

Frsm. meiri hluta fjárln. (Birkir Jón Jónsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Hv. þingmaður beindi til mín fyrirspurn út af málefnum heilbrigðisstofnana og eins og hefur komið fram í umræðum í allan dag þá er það yfirlýst markmið fjárlaganefndar að fara yfir málefni öldrunar- og heilbrigðisstofnana fyrir 3. umr. fjáraukalaga sem mun fara fram í næstu viku. Sú vinna stendur því yfir í nefndinni og munu tillögur koma inn í þingsal að lokinni þeirri vinnu fjárlaganefndar.