133. löggjafarþing — 34. fundur,  24. nóv. 2006.

fjárlög 2007.

1. mál
[01:14]
Hlusta

Frsm. meiri hluta fjárln. (Birkir Jón Jónsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Eins og ég sagði þá stendur þessi vinna yfir hjá fjárlaganefnd. Að sjálfsögðu munum við ekki taka neina einstaka stofnun út úr í þeirri vinnu, heldur munum við horfa heildstætt yfir landið á allar þær heilbrigðisstofnanir og öldrunarstofnanir sem þar um ræðir og munum skoða málið í þeirri vinnu sem fram undan er.

Síðan verður það að koma í ljós hver niðurstaðan verður gagnvart einstaka stofnunum. En eins og ég segi er þeirri vinnu ekki endanlega lokið, nefndin á eftir að klára hana og niðurstöður munu koma í ljós í næstu viku við 3. umr. fjáraukalaga.