133. löggjafarþing — 35. fundur,  24. nóv. 2006.

fjárlög 2007.

1. mál
[11:14]
Hlusta

Jón Bjarnason (Vg):

Frú forseti. Fyrsta dag þingsins í haust lagði stjórnarandstaðan sameinuð, þingmenn Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, þingmenn Samfylkingarinnar og þingmenn Frjálslynda flokksins, fram tillögu á Alþingi um lágmarksréttarbætur fyrir aldraða og öryrkja. Við þingmenn þessara flokka lítum á málið sem forgangsmál í samfélaginu. Við fylgjum þessum tillögum okkar eftir á Alþingi og krefjumst aðgerða.

Það er ekki nóg að sýna skilning og vilja ræða málin og jafnvel að setja þau í nefnd. Nei, hér er allt ljóst. Það væri auðvelt að samþykkja þessar tillögur okkar um lágmarksréttarbætur fyrir aldraða og öryrkja. Ég skora á þingmenn að fylkja sér á bak við okkur í velferðarflokkunum og segja já.