133. löggjafarþing — 35. fundur,  24. nóv. 2006.

fjárlög 2007.

1. mál
[11:27]
Hlusta

Jón Gunnarsson (Sf):

Frú forseti. Sú atkvæðagreiðsla sem hér fer fram sýnir muninn á stjórnarflokkunum og stjórnarandstöðuflokkunum. Þingmenn stjórnarflokkanna hér á þingi eru að fella það að heimila fólki með skerta starfsgetu að vinna sér fyrir 75 þús. kr. á mánuði án þess að verða fyrir skerðingum á bótum frá hinu opinbera.

Hvað er að fólki?

Þessir einstaklingar með skertu starfsgetuna munu borga af þessu skatta og skyldur eins og hver annar sem vinnur fyrir launum. Þessir einstaklingar munu eyða þessum launum sínum hér innan lands og greiða af því virðisaukaskatt eins og aðrir gera. Hvað er að fólki að geta ekki samþykkt það að fólk með skerta starfsgetu, öryrkjar, megi vinna fyrir 75 þús. kr. á mánuði án þess að bæturnar skerðist? Þetta er ekki spurning um krónur og aura, þetta er spurning um vilja, spurning um virðingu og spurning um reisn. Ég segi já.