133. löggjafarþing — 35. fundur,  24. nóv. 2006.

fjárlög 2007.

1. mál
[11:29]
Hlusta

Jóhanna Sigurðardóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Kaupmáttur lífeyrisþega hefur hækkað helmingi minna en hjá öðrum. Grunnlífeyrir og tekjutrygging lífeyrisþega væru í dag 17 þús. kr. hærri á mánuði ef raungildi þessara greiðslna hefði haldist eins og þær voru 1995 þegar þessi ríkisstjórn tók við.

Lífeyrisþegar eru í öftustu röð hjá þessari ríkisstjórn. Lífeyrisþegar eru í forgangi hjá stjórnarandstöðunni.

Þessi tillaga sem hér er greitt atkvæði um, ný framtíðarskipan lífeyrismála, er stærsta framfaraskref sem stigið hefur verið í málefnum lífeyrisþega í marga áratugi. Ég segi já.