133. löggjafarþing — 35. fundur,  24. nóv. 2006.

fjárlög 2007.

1. mál
[11:49]
Hlusta

Bjarni Benediktsson (S):

Virðulegi forseti. Við erum að ljúka atkvæðagreiðslu við 2. umr. fjárlaga. Það sem stjórnarandstöðuflokkarnir kalla yfirboð ríkisstjórnarinnar og kosningafjárlög frá stjórnarflokkunum eru fjárlög sem þeir treysta sér til að bæta við öðrum 7 milljörðum kr., sem er auðvitað ekki annað en yfirboð. (Gripið fram í.)

Hugmyndir stjórnarandstöðuflokkanna nema rúmum 13 milljörðum í þennan málaflokk. Þetta er auðvitað ekki annað en yfirboð. Þetta eru ekki trúverðugar tillögur. En mesti brandarinn er þó sá að tillögurnar sækja styrk sinn í aðhaldssama stefnu stjórnarflokkanna í ríkisfjármálunum, í það breytta umhverfi sem stjórnarflokkarnir hafa tryggt til að leggja grunninn að því að við getum haldið áfram að bæta við á velferðarsviðinu.