133. löggjafarþing — 35. fundur,  24. nóv. 2006.

stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga.

347. mál
[14:42]
Hlusta

félagsmálaráðherra (Magnús Stefánsson) (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Auðvitað er mögulegt, eins og hv. þingmaður orðaði það, held ég, að þetta geti gerst með þessum hætti. Ég held hins vegar að ákveðin markaðslögmál muni þá gilda í þessu eins og mörgu öðru og hver er þá hagur eins fyrirtækis eða eins sveitarfélags að kaupa upp hluti í þessum lánasjóði? Ég treysti mér ekki til að dæma um það hér og nú. (Gripið fram í.) Já, en þetta snýst náttúrlega bara um starfsemi sjóðsins og markmiðin með frumvarpinu eru alveg skýr.

Ákvæðið um 15% hámarkshlutdeild hlýtur að vera ákveðin bremsa á það að menn vilji kaupa upp öll hlutabréf í sjóðnum, enda þori ég nánast að fullyrða að það muni ekki koma til, en framtíðin verður að skera úr um það.