133. löggjafarþing — 38. fundur,  30. nóv. 2006.

varamenn taka þingsæti.

[10:31]
Hlusta

Forseti (Sólveig Pétursdóttir):

Borist hafa tvö bréf um forföll þingmanna. Hið fyrra er frá 8. þm. Suðvest., Bjarna Benediktssyni, og hljóðar svo:

„Þar sem ég er á förum til útlanda í einkaerindum og get því ekki sótt þingfundi á næstunni leyfi ég mér, með vísan til 2. mgr. 53. gr. laga um þingsköp Alþingis, að óska þess að 1. varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, Þórdís Sigurðardóttir, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.“

Síðara bréfið er frá 1. þingmanni Framsóknarflokksins í Norðaust., Valgerði Sverrisdóttur, og hljóðar svo:

„Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sótt þingfundi á næstunni óska ég eftir því, með vísan til 2. mgr. 53. gr. þingskapa, að 1. varamaður á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi, Þórarinn E. Sveinsson forstöðumaður, taki sæti á Alþingi á meðan.“

Þórdís Sigurðardóttir og Þórarinn E. Sveinsson hafa áður tekið sæti á Alþingi og eru boðin velkomin til starfa á ný.